Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:28 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. „Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum. Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum.
Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32