Hinn 23 ára gamli Gísli Þorgeir hefur átt gott ár og var á dögunum kjörinn leikmaður ársins hjá Magdeburg. Liðið endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn en Gísli Þorgeir hefur átt gott ár.
Náði hann undraverðum bata eftir að meiðast þegar skammt var til loka tímabilsins og er klár í slaginn þegar Magdeburg mætir spænska stórliðinu Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Þjóðhátíðardag Íslands, þann 17. júní.
Gísli Þorgeir var illviðráðanlegur í vetur og var með 70 prósent skotnýtingu í leikjum sínum. Að meðaltali skoraði hann 4,9 mörk í leik en alls spilaði hann 31 leik, skoraði 152 mörk og gaf 107 stoðsendingar.
Á vef þýsku úrvalsdeildarinnar er hægt að kjósa Gísla Þorgeir sem leikmann ársins. Smellið hér til að komast á vefinn.