Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2023 23:00 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur
Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira