Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2023 23:00 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur
Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira