Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2023 19:31 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stuðning Íslendinga við Úkraínu ekki standa og falla með kjúklingi. Vísir/Arnar Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Bæði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra lýstu yfir að þau vildu að undanþágan verði framlengd eins og meirihluti virðist fyrir í þinginu. Landbúnaðarsamtök eru hins vegar á móti ásamt einhverjum stjórnarþingmönnum og gáfu tveir þeirra sig fram í umræðum í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hóf umræðuna um tollaundanþágur á innflutning frá Úkraínu á Alþingi í dagVísir/Arnar Umræðan hófst þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata reifaði í óundirbúnum fyrirspurnum að utanríkisráðherra hefði verið ötull talsmaður stuðnings við málstað Úkraínu. „Nú er það svo að ekki stendur til að framlengja tollfrelsi á vörum frá Úkraínu eins og var og hefur verið síðast liðið ár,“ sagði Þórhildur Sunna og spurði ráðherra hvað stæði í veginum. Utanríkisráðherra sagði málið á forræði þingsins og hún hefði vonast til að efnahags- og viðskiptanefnd myndi afgreiða málið frá sér. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir vonbrigði að Alþingi skuli ekki framlengja undanþágurnar til Úkraínu.Vísir/arnar „Það eru vonbrigði að það hafi ekki tekist. Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til að halda þessu áfram. Það er þó ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust sem mér finnst ekki mikill sómi af,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagði ráðamenn hafa gert mikið úr stuðningi Íslendinga við Úkraínu. Forsætis- og utanríkisráðherra hefðu skrifað undir yfirlýsingu með leiðtogum annarra þjóða á leiðtogafundi Evrópuráðsins nýlega í Hörpu. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir komið í ljós að stuðningur Íslendinga við Úkraínu sé háður skilyrðum.Vísir/Arnar „Óbifandi stuðningur segir í Reykjavíkur yfirlýsingunni (á leiðtogafundi Evrópuráðsins), óbifandi stuðningur. Við héldum öll að það væri raunverulegt innihald á bakvið þessi orð. Nú er komið í ljós að stuðningur okkar er ekki skilyrðislaus eða óbifandi. Hann stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur frá Úkraínu,“ sagði Sigmar og bætti við: „Það er meirihluti fyrir þessu máli í þinginu. Það er mikill vilji hjá þjóðinni að styðja við Úkraínu. Hvar liggur fyrirstaðan,“ spurði þingmaðurinn. Utanríkisráðherra sagði málið ekki á verksviði hennar ráðuneytis og að hún hefði viljað að þingið framlengdi undanþáguna frá tollum á vörur frá Úkraínu. „Á sama tíma og ég hef sagt mjög skýrt hvar ég stend í þessu máli kæri ég mig ekki um að það sé talað niður sem við höfum gert. Eða það sé einhvern veginn hægt að líta svo á að nú sé orðinn einhver vafi á því hvar Ísland stendur í stuðningi við Úkraínu. Það er enginn vafi á því,“ sagði Þórdís Kolbrún. Tveir stjórnarþingmenn staðfestu andstöðu sína Umræðunni lauk ekki í óundirbúnum fyrirspurnum því hún hélt áfram undir liðnum um fundarstjórn forseta. Þar tóku fjölmargir stjórnarandstöðuþingmenn til máls. En einnig tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sögðust styðja Úkraínu af heilum hug, en það væri betur gert með öðru en innflutningi á frosnum kjúklingum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur enn hægt að koma málinu áfram á þinginu.Vísir/Arnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist bjartsýnismanneskja og skoraði á efnahags- og viðskiptanefnd að afgreiða ma´lið hið snarasta þannig að þingmenn gætu greitt um það atkvæði. „Ég held að það sé ekki slík þumalskrúfa inni í stjórnarflokkunum núna að einhver einn flokkur eða hópur iinnan eins þingflokks geti beitt slíkri þumalskrúfu, að við fellum niður þennan sjálfsagða bráðabirgðastuðning við úkraínsku þjóðina," sagði Helga Vala en verður væntanlega ekki af ósk sinni. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist sjálfur hafa farið til Úkraínu og kynnt sér málin. Þar væri mikil þörf á þjónustu stoðtækjum frá Össuri hf. sem stjórnvöld hefðu styrkt til góðra verka í Úkraínu. „Hér er talað um aumingjaskap og skömm við því að flytja ekki inn kjúkling frá Úkraínu. Ég vil segja það herra forseti að innflutningur á kjúklingi frá Úkraínu, aðstoð okkar Íslendinga til Úkraínu, stendur ekki og fellur með kjúklingi,“ sagði Birgir. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson tók í svipaðan streng. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir meiðandi að rífast um innflutning á kjúklingum í ljósi stuðnings Íslendinga við Úkraínumenn.Vísir/Arnar „Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá finnst mér mjög meiðandi umræða í rauninni. Vegna þess að við viljum öll gera vel og við viljum gera betur,“ sagði Ásmundur. Þá blandaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra sér í umræðuna í atkvæðaskýringu um allt annað mál, eða frumvarp um stuðning ríkisins við fjölmiðla. Guðlaugur Þór Þórðarson segir engan brag á því að framlengja ekki tollaundanþágurnar við Úkraínu.Vísir/Arnar „Það er mín skoðun að það sé enginn bragur á því á meðan Úkraínumenn eru að berjast fyrir fyrir sínu lífi og sínu landi og okkar frelsi, að við séum ekki að framlengja það viðskiptafrelsi sem við settum á,“ sagði Guðlaugur Þór og uppskar heyr, heyr, heyr frá fjölda þingmanna. Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Verslun Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum. 8. júní 2023 12:18 Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Bæði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra lýstu yfir að þau vildu að undanþágan verði framlengd eins og meirihluti virðist fyrir í þinginu. Landbúnaðarsamtök eru hins vegar á móti ásamt einhverjum stjórnarþingmönnum og gáfu tveir þeirra sig fram í umræðum í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hóf umræðuna um tollaundanþágur á innflutning frá Úkraínu á Alþingi í dagVísir/Arnar Umræðan hófst þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata reifaði í óundirbúnum fyrirspurnum að utanríkisráðherra hefði verið ötull talsmaður stuðnings við málstað Úkraínu. „Nú er það svo að ekki stendur til að framlengja tollfrelsi á vörum frá Úkraínu eins og var og hefur verið síðast liðið ár,“ sagði Þórhildur Sunna og spurði ráðherra hvað stæði í veginum. Utanríkisráðherra sagði málið á forræði þingsins og hún hefði vonast til að efnahags- og viðskiptanefnd myndi afgreiða málið frá sér. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir vonbrigði að Alþingi skuli ekki framlengja undanþágurnar til Úkraínu.Vísir/arnar „Það eru vonbrigði að það hafi ekki tekist. Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til að halda þessu áfram. Það er þó ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust sem mér finnst ekki mikill sómi af,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagði ráðamenn hafa gert mikið úr stuðningi Íslendinga við Úkraínu. Forsætis- og utanríkisráðherra hefðu skrifað undir yfirlýsingu með leiðtogum annarra þjóða á leiðtogafundi Evrópuráðsins nýlega í Hörpu. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir komið í ljós að stuðningur Íslendinga við Úkraínu sé háður skilyrðum.Vísir/Arnar „Óbifandi stuðningur segir í Reykjavíkur yfirlýsingunni (á leiðtogafundi Evrópuráðsins), óbifandi stuðningur. Við héldum öll að það væri raunverulegt innihald á bakvið þessi orð. Nú er komið í ljós að stuðningur okkar er ekki skilyrðislaus eða óbifandi. Hann stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur frá Úkraínu,“ sagði Sigmar og bætti við: „Það er meirihluti fyrir þessu máli í þinginu. Það er mikill vilji hjá þjóðinni að styðja við Úkraínu. Hvar liggur fyrirstaðan,“ spurði þingmaðurinn. Utanríkisráðherra sagði málið ekki á verksviði hennar ráðuneytis og að hún hefði viljað að þingið framlengdi undanþáguna frá tollum á vörur frá Úkraínu. „Á sama tíma og ég hef sagt mjög skýrt hvar ég stend í þessu máli kæri ég mig ekki um að það sé talað niður sem við höfum gert. Eða það sé einhvern veginn hægt að líta svo á að nú sé orðinn einhver vafi á því hvar Ísland stendur í stuðningi við Úkraínu. Það er enginn vafi á því,“ sagði Þórdís Kolbrún. Tveir stjórnarþingmenn staðfestu andstöðu sína Umræðunni lauk ekki í óundirbúnum fyrirspurnum því hún hélt áfram undir liðnum um fundarstjórn forseta. Þar tóku fjölmargir stjórnarandstöðuþingmenn til máls. En einnig tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sögðust styðja Úkraínu af heilum hug, en það væri betur gert með öðru en innflutningi á frosnum kjúklingum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur enn hægt að koma málinu áfram á þinginu.Vísir/Arnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist bjartsýnismanneskja og skoraði á efnahags- og viðskiptanefnd að afgreiða ma´lið hið snarasta þannig að þingmenn gætu greitt um það atkvæði. „Ég held að það sé ekki slík þumalskrúfa inni í stjórnarflokkunum núna að einhver einn flokkur eða hópur iinnan eins þingflokks geti beitt slíkri þumalskrúfu, að við fellum niður þennan sjálfsagða bráðabirgðastuðning við úkraínsku þjóðina," sagði Helga Vala en verður væntanlega ekki af ósk sinni. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist sjálfur hafa farið til Úkraínu og kynnt sér málin. Þar væri mikil þörf á þjónustu stoðtækjum frá Össuri hf. sem stjórnvöld hefðu styrkt til góðra verka í Úkraínu. „Hér er talað um aumingjaskap og skömm við því að flytja ekki inn kjúkling frá Úkraínu. Ég vil segja það herra forseti að innflutningur á kjúklingi frá Úkraínu, aðstoð okkar Íslendinga til Úkraínu, stendur ekki og fellur með kjúklingi,“ sagði Birgir. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson tók í svipaðan streng. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir meiðandi að rífast um innflutning á kjúklingum í ljósi stuðnings Íslendinga við Úkraínumenn.Vísir/Arnar „Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá finnst mér mjög meiðandi umræða í rauninni. Vegna þess að við viljum öll gera vel og við viljum gera betur,“ sagði Ásmundur. Þá blandaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra sér í umræðuna í atkvæðaskýringu um allt annað mál, eða frumvarp um stuðning ríkisins við fjölmiðla. Guðlaugur Þór Þórðarson segir engan brag á því að framlengja ekki tollaundanþágurnar við Úkraínu.Vísir/Arnar „Það er mín skoðun að það sé enginn bragur á því á meðan Úkraínumenn eru að berjast fyrir fyrir sínu lífi og sínu landi og okkar frelsi, að við séum ekki að framlengja það viðskiptafrelsi sem við settum á,“ sagði Guðlaugur Þór og uppskar heyr, heyr, heyr frá fjölda þingmanna.
Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Verslun Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum. 8. júní 2023 12:18 Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum. 8. júní 2023 12:18
Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35