Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 15:39 Ajike Owens var skotin til bana af nágranna sínum. AP Photo/John Raoux Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira