Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2023 07:01 Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum, (t.v.) og Kristján Ingi Mikaelsson, rafmyntafjárfestir (t.h.) hafa ólíka sýn á hvaða þýðingu aðgerðir bandaríska fjármálaeftirlitsins hafa fyrir framtíð rafmyntageirans. Vísir Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. Mikil ólga hefur verið í rafmyntaheiminum undanfarin misseri. Sumir fjárfestar fóru flatt á því þegar gengi margra rafmynta tók dýfu á fyrri hluta síðasta árs. Tiltrú á geiranum var skekin inn að stoðum þegar FTX, þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims, varð gjaldþrota í haust. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, sætir nú ákæru fyrir umfangsmikil fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot í tengslum við starfsemi FTX. Geirinn varð fyrir enn einu högginu þegar Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC), sem hefur eftirlit með verðbréfaviðskiptum í Bandaríkjunum, kærði Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og Coinbase, stærstu rafmyntamiðlunina í Bandaríkjunum, fyrir ýmis brot í byrjun vikunnar. Coinbase er sakað um að starfa sem verðbréfamiðlun án tilskilinna leyfa. Binance er auk þess sakað um að blanda innistæðum viðskiptavina við eignir fyrirtækisins og að færa fé út úr fyrirtækinu og inn í félag í eigu Changpeng Zhao, stofnanda Binance. Málin eru einkamál sem SEC höfðar en ekki sakamál. Bandaríska dómsmálaráðuneytið er þó sagt rannsaka málefni Binance frekar. Telja regluverkið ekki koma sér við Aðgerðir bandarískra fjármálayfirvalda nú virðast liður í herferð til þess að taka rafmyntabransann fastari tökum. Hann hefur fram að þessu starfað eftirlitslaus að miklu leyti þar sem engin sérstök lög eða reglur eru til um rafmyntir í Bandaríkjunum. SEC byggir aðgerðir sínar á að viðskipti með rafmyntir skuli falla undir ákvæði laga um verðbréf og viðskiptavinir rafmyntafyrirtækja ættu að njóta þeirrar verndar sem þau lög veita. Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir að alls konar reglur gildi um markaðssetningu á fjármálaafurðum auk reglna um peningaþvætti, skattsvik og fleira. Það regluverk hafi verið smíðað með hliðsjón að banka- og fjármálakerfi sem varð til löngu fyrir tíð rafmyntanna. Rafmyntaafurðir passi engan veginn inn í það regluverk. Sumir í rafmyntageiranum hafi litið svo á að regluverkið kæmi þeim ekki við. „Núna er bandaríska fjármálaeftirlitið heldur betur að sýna að það er algerlega á öndverðri skoðun og telur að margar reglur sem voru til staðar fyrir daga rafmyntanna eigi líka við um þær,“ segir Gylfi. Teknir í bólinu við fall FTX Rafmyntafyrirtækin hafa gagnrýnt skort á heildstæðum lögum og reglum um iðnaðinn vestanhafs. Kristján Ingi Mikaelsson, formaður Rafmyntaráðs Íslands og einn stofnenda rafmyntafyrirtækisins Visku Digital Assets, segir við Vísi að skilaboð frá ólíkum eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum hafi verið þvers og kruss. Þannig líti SEC, sem hefur eftirlit með verðbréfum, á rafmyntir sem verðbréf en önnur eftirlitsstofnun sem fylgist með afleiðuviðskiptum líti á þær sem hrávöru. Til frekara marks um þessi misvísandi skilaboð bendir Kristján Ingi á að SEC hafi ekki gert athugasemdir við starfsemi Coinbase þegar fyrirtækið skráði sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum árið 2021. Í kærunni nú fetti stofunin hins vegar fingur út í atriði í starfseminni sem hún taldi ekki aðfinnsluverðar þá. Hann rekur aukinn þrýsting eftirlitsaðila á rafmyntageirann nú til falls FTX í haust. „Þau voru svolítið tekin í bólinu þar og voru ekki með nein svör til að verja sig í kjölfarið af því,“ segir hann. Stendur á öðrum stoðum en FTX gerði Bæði Binance og Coinbase eru sökuð um að starfa sem verðbréfamiðlanir í Bandaríkjunum án tilskilinna leyfa í kæru SEC. Mál Binance virðist þó sínu alvarlegra þar sem fyrirtækið og eigandi þess er að hluta til sakaður um sömu brot og Bankman-Fried, stofnandi FTX, sætir nú saksókn fyrir í New York: að flytja fé rafmyntakauphallarinnar inn í annað fyrirtæki í eigu eigandans sjálfs. Spurður út í tiltrú á rafmyntamarkaðinum almennt í kjölfar uppljóstranananna um meint misferli innan FTX og Binance segir Kristján Ingi að áhrif falls FTX hafi verið hrikaleg og að það hafi hrist vel upp í geiranum. Upplýstasta fólk í bransanum hafi ekki haft hugmynd um að FTX hefði verið svo rotið inn að beini. Eftir á að hyggja hafi þó verið augljóst að dæmið hafi ekki gengið upp hjá FTX sem hafi fjárfest með peningum sem hafi verið „úr lausu lofti gripnir“. Grundvallarmunur sé á FTX og Binance að því leyti að síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki verið eins stórtækt í annarri og ótengdri starfsemi og FTX var. „Almennt er talað um að Binance og FTX standi á allt öðrum stoðum. Það er ekki verið að búa til peninga úr lausu lofti og stela peningum viðskiptavina Binance-megin,“ segir Kristján Ingi sem útilokar þó ekki að Binance kunni að hafa gerst sek um einhver lögbrot. Endar með sekt og sáttamiðlun Gylfi og Kristján Ingi eru algerlega á öndverðum meiði um hvaða afleiðingar aðgerðir bandaríska fjármálaeftirlitsins eiga eftir að hafa á rafmyntageirann almennt. Kristján Ingi segir að áhrif kæranna í vikunni á markaði hafi verið minni en ella þar sem hann hafi verið búinn að bregðast við viðvörun sem SEC gaf út um rafmyntaviðskipti í mars. Ólíkt því sem gerðist þegar neikvæðar fréttir bárust um starfsemi FTX hafi útflæði á innistæðum í Binance verið takmarkað eftir að kæran var þingfest á mánudag, innan við eitt prósent af heildareignum fyrirtækisins. Það hafi róað markaðinn hratt. Kristján Ingi Mikaelsson er einn stofnenda Visku Digital Assets. Hann telur áhrif málaferla gegn tveimur stórum rafmyntamiðkunum verða óveruleg.Vísir/Vilhelm Eftir fall FTX sé nú aukið gagnsæi þannig að hægt er að fylgja með eignum Binance í rauntíma og þar með útflæði. Enginn efist því um að Binance og Coinbase eigi fyrir innistæðum viðskiptavina sinna. „Fyrst héldu menn að stóra skipið væri að sökkva og að allir tækju rafmyntirnar sínar út af Binance. Í kjölfarið gerðu aðilar það ekki vegna þess að þeir treysta þessum greiningum og gögnum sem eru sýnilegar öllum og þau geta ekki „feikað“,“ segir hann. Málum SEC gegn fyrirtækjunum muni ljúka með einhvers konar sátt sem kosti þau peninga en þau standi vel. „Ef sektirnar verða ekki norðan við milljarð dollara þá verður þetta ekki neitt högg fyrir hvorki Coinbase né Binance. Þessi aðilar munu alveg standa þetta af sér. Þetta er ekki sakamál eins og það er sett upp núna, það gæti breyst. Þetta verður bara sekt og sáttamiðlun. Þessar upphæðir eru ekki eitthvað sem skiptir miklu máli“ Muni hvergi eiga sér skjól nema á aflandseyjum í Karíbahafi Gylfi dregur upp mun dekkri mynd af framtíð rafmynta í Bandaríkjunum og í heiminum öllum. Hann á von á að bandarísk yfirvöld grípi til frekari aðgerða gegn fyrirtækjum á þeim markaði jafnvel þó að ólíklegt sé að löggjafinn þar komi sér saman um samræmd lög um rafmyntir í bráð. „Þetta mun fyrst og fremst hafa þau áhrif að þessar afurðir sem byggja á rafmyntum verði lítt nothæfar í Bandaríkjunum. Menn munu einfaldlega ekki taka áhættuna á því að eiga í viðskiptum með þær. Ef það verður erfitt í Bandaríkjunum er það eiginlega illmögulegt víðar annars staðar því bandaríska fjármálakerfið er í lykilhlutverki í alþjóðlega fjármálakerfinu,“ segir Gylfi. Verði rafmyntafyrirtækjum gert að beygja sig undir þær reglur um gilda um önnur fjármálaviðskipti í Bandaríkjunum þurfi þau að fara svipaðar leiðir og gert sé í hefðbundna fjármálakerfinu. Gylfi Magnússon, prófessor, sér ekki bjarta framtíð fyrir rafmyntir ef þeim verður gert að lúta sömu reglum og gilda um önnur viðskipti með fjármálafurðir.Vísir/Vilhelm „Sem ég reikna nú ekki með að menn hafi neinn áhuga á,“ segir Gylfi. Viðskipti með rafmyntir séu fyrst og fremst spákaupmennska og þær séu ekki notaðar í margt annað. Mögulega verði hægt að halda þeirri spámennsku áfram á einhvern hátt. Gylfi á von á að bandarísk yfirvöld grípi til frekari aðgerða gegn rafmyntum á næstunni. Í Evrópu og Kína sé nú einnig tekið á þeim af meiri festu en áður. Drög hafa þegar verið lögð að samevrópskum reglum um rafmyntir. „Ef svo fer sem horfir mun það þýða að rafmyntir eiga hvergi skjól nema á einhverjum aflandseyjum í Karíbahafinu og einhverjum slíkum lögsagnarumdæmum þar sem menn eru til í að veita vafasömum viðskiptum skjól,“ segir prófessorinn. Rafmyntir Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Mikil ólga hefur verið í rafmyntaheiminum undanfarin misseri. Sumir fjárfestar fóru flatt á því þegar gengi margra rafmynta tók dýfu á fyrri hluta síðasta árs. Tiltrú á geiranum var skekin inn að stoðum þegar FTX, þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims, varð gjaldþrota í haust. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, sætir nú ákæru fyrir umfangsmikil fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot í tengslum við starfsemi FTX. Geirinn varð fyrir enn einu högginu þegar Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC), sem hefur eftirlit með verðbréfaviðskiptum í Bandaríkjunum, kærði Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og Coinbase, stærstu rafmyntamiðlunina í Bandaríkjunum, fyrir ýmis brot í byrjun vikunnar. Coinbase er sakað um að starfa sem verðbréfamiðlun án tilskilinna leyfa. Binance er auk þess sakað um að blanda innistæðum viðskiptavina við eignir fyrirtækisins og að færa fé út úr fyrirtækinu og inn í félag í eigu Changpeng Zhao, stofnanda Binance. Málin eru einkamál sem SEC höfðar en ekki sakamál. Bandaríska dómsmálaráðuneytið er þó sagt rannsaka málefni Binance frekar. Telja regluverkið ekki koma sér við Aðgerðir bandarískra fjármálayfirvalda nú virðast liður í herferð til þess að taka rafmyntabransann fastari tökum. Hann hefur fram að þessu starfað eftirlitslaus að miklu leyti þar sem engin sérstök lög eða reglur eru til um rafmyntir í Bandaríkjunum. SEC byggir aðgerðir sínar á að viðskipti með rafmyntir skuli falla undir ákvæði laga um verðbréf og viðskiptavinir rafmyntafyrirtækja ættu að njóta þeirrar verndar sem þau lög veita. Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir að alls konar reglur gildi um markaðssetningu á fjármálaafurðum auk reglna um peningaþvætti, skattsvik og fleira. Það regluverk hafi verið smíðað með hliðsjón að banka- og fjármálakerfi sem varð til löngu fyrir tíð rafmyntanna. Rafmyntaafurðir passi engan veginn inn í það regluverk. Sumir í rafmyntageiranum hafi litið svo á að regluverkið kæmi þeim ekki við. „Núna er bandaríska fjármálaeftirlitið heldur betur að sýna að það er algerlega á öndverðri skoðun og telur að margar reglur sem voru til staðar fyrir daga rafmyntanna eigi líka við um þær,“ segir Gylfi. Teknir í bólinu við fall FTX Rafmyntafyrirtækin hafa gagnrýnt skort á heildstæðum lögum og reglum um iðnaðinn vestanhafs. Kristján Ingi Mikaelsson, formaður Rafmyntaráðs Íslands og einn stofnenda rafmyntafyrirtækisins Visku Digital Assets, segir við Vísi að skilaboð frá ólíkum eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum hafi verið þvers og kruss. Þannig líti SEC, sem hefur eftirlit með verðbréfum, á rafmyntir sem verðbréf en önnur eftirlitsstofnun sem fylgist með afleiðuviðskiptum líti á þær sem hrávöru. Til frekara marks um þessi misvísandi skilaboð bendir Kristján Ingi á að SEC hafi ekki gert athugasemdir við starfsemi Coinbase þegar fyrirtækið skráði sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum árið 2021. Í kærunni nú fetti stofunin hins vegar fingur út í atriði í starfseminni sem hún taldi ekki aðfinnsluverðar þá. Hann rekur aukinn þrýsting eftirlitsaðila á rafmyntageirann nú til falls FTX í haust. „Þau voru svolítið tekin í bólinu þar og voru ekki með nein svör til að verja sig í kjölfarið af því,“ segir hann. Stendur á öðrum stoðum en FTX gerði Bæði Binance og Coinbase eru sökuð um að starfa sem verðbréfamiðlanir í Bandaríkjunum án tilskilinna leyfa í kæru SEC. Mál Binance virðist þó sínu alvarlegra þar sem fyrirtækið og eigandi þess er að hluta til sakaður um sömu brot og Bankman-Fried, stofnandi FTX, sætir nú saksókn fyrir í New York: að flytja fé rafmyntakauphallarinnar inn í annað fyrirtæki í eigu eigandans sjálfs. Spurður út í tiltrú á rafmyntamarkaðinum almennt í kjölfar uppljóstranananna um meint misferli innan FTX og Binance segir Kristján Ingi að áhrif falls FTX hafi verið hrikaleg og að það hafi hrist vel upp í geiranum. Upplýstasta fólk í bransanum hafi ekki haft hugmynd um að FTX hefði verið svo rotið inn að beini. Eftir á að hyggja hafi þó verið augljóst að dæmið hafi ekki gengið upp hjá FTX sem hafi fjárfest með peningum sem hafi verið „úr lausu lofti gripnir“. Grundvallarmunur sé á FTX og Binance að því leyti að síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki verið eins stórtækt í annarri og ótengdri starfsemi og FTX var. „Almennt er talað um að Binance og FTX standi á allt öðrum stoðum. Það er ekki verið að búa til peninga úr lausu lofti og stela peningum viðskiptavina Binance-megin,“ segir Kristján Ingi sem útilokar þó ekki að Binance kunni að hafa gerst sek um einhver lögbrot. Endar með sekt og sáttamiðlun Gylfi og Kristján Ingi eru algerlega á öndverðum meiði um hvaða afleiðingar aðgerðir bandaríska fjármálaeftirlitsins eiga eftir að hafa á rafmyntageirann almennt. Kristján Ingi segir að áhrif kæranna í vikunni á markaði hafi verið minni en ella þar sem hann hafi verið búinn að bregðast við viðvörun sem SEC gaf út um rafmyntaviðskipti í mars. Ólíkt því sem gerðist þegar neikvæðar fréttir bárust um starfsemi FTX hafi útflæði á innistæðum í Binance verið takmarkað eftir að kæran var þingfest á mánudag, innan við eitt prósent af heildareignum fyrirtækisins. Það hafi róað markaðinn hratt. Kristján Ingi Mikaelsson er einn stofnenda Visku Digital Assets. Hann telur áhrif málaferla gegn tveimur stórum rafmyntamiðkunum verða óveruleg.Vísir/Vilhelm Eftir fall FTX sé nú aukið gagnsæi þannig að hægt er að fylgja með eignum Binance í rauntíma og þar með útflæði. Enginn efist því um að Binance og Coinbase eigi fyrir innistæðum viðskiptavina sinna. „Fyrst héldu menn að stóra skipið væri að sökkva og að allir tækju rafmyntirnar sínar út af Binance. Í kjölfarið gerðu aðilar það ekki vegna þess að þeir treysta þessum greiningum og gögnum sem eru sýnilegar öllum og þau geta ekki „feikað“,“ segir hann. Málum SEC gegn fyrirtækjunum muni ljúka með einhvers konar sátt sem kosti þau peninga en þau standi vel. „Ef sektirnar verða ekki norðan við milljarð dollara þá verður þetta ekki neitt högg fyrir hvorki Coinbase né Binance. Þessi aðilar munu alveg standa þetta af sér. Þetta er ekki sakamál eins og það er sett upp núna, það gæti breyst. Þetta verður bara sekt og sáttamiðlun. Þessar upphæðir eru ekki eitthvað sem skiptir miklu máli“ Muni hvergi eiga sér skjól nema á aflandseyjum í Karíbahafi Gylfi dregur upp mun dekkri mynd af framtíð rafmynta í Bandaríkjunum og í heiminum öllum. Hann á von á að bandarísk yfirvöld grípi til frekari aðgerða gegn fyrirtækjum á þeim markaði jafnvel þó að ólíklegt sé að löggjafinn þar komi sér saman um samræmd lög um rafmyntir í bráð. „Þetta mun fyrst og fremst hafa þau áhrif að þessar afurðir sem byggja á rafmyntum verði lítt nothæfar í Bandaríkjunum. Menn munu einfaldlega ekki taka áhættuna á því að eiga í viðskiptum með þær. Ef það verður erfitt í Bandaríkjunum er það eiginlega illmögulegt víðar annars staðar því bandaríska fjármálakerfið er í lykilhlutverki í alþjóðlega fjármálakerfinu,“ segir Gylfi. Verði rafmyntafyrirtækjum gert að beygja sig undir þær reglur um gilda um önnur fjármálaviðskipti í Bandaríkjunum þurfi þau að fara svipaðar leiðir og gert sé í hefðbundna fjármálakerfinu. Gylfi Magnússon, prófessor, sér ekki bjarta framtíð fyrir rafmyntir ef þeim verður gert að lúta sömu reglum og gilda um önnur viðskipti með fjármálafurðir.Vísir/Vilhelm „Sem ég reikna nú ekki með að menn hafi neinn áhuga á,“ segir Gylfi. Viðskipti með rafmyntir séu fyrst og fremst spákaupmennska og þær séu ekki notaðar í margt annað. Mögulega verði hægt að halda þeirri spámennsku áfram á einhvern hátt. Gylfi á von á að bandarísk yfirvöld grípi til frekari aðgerða gegn rafmyntum á næstunni. Í Evrópu og Kína sé nú einnig tekið á þeim af meiri festu en áður. Drög hafa þegar verið lögð að samevrópskum reglum um rafmyntir. „Ef svo fer sem horfir mun það þýða að rafmyntir eiga hvergi skjól nema á einhverjum aflandseyjum í Karíbahafinu og einhverjum slíkum lögsagnarumdæmum þar sem menn eru til í að veita vafasömum viðskiptum skjól,“ segir prófessorinn.
Rafmyntir Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58