Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 09:56 Lögregluþjónar við rætur fjallsins sem flugvélin brotlenti á í Virginíu á sunnudaginn. AP/Randall K. Wolf Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira