Dauðarefsing við samkynhneigð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:31 Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Úganda Hinsegin Mannréttindi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun