Staða lóðamála í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. júní 2023 07:31 Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun