Telur tilefni til að ítreka tíu af ellefu úrbótatillögum frá 2018 Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 14:53 Eftuirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda er sagt yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 varðandi eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“ Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira