Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 10:24 Leitarsveitir nærri staðnum þar sem flugvélin brotlenti í Virginíu. AP/Randall K. Wolf Engin lifði af þegar einkaflugvél brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Áður en hún brotlenti var henni flogið beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum og virðist flugvélin hafa verið stjórnlaus. Því voru orrustuþotur sendar til móts við hana. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira