Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 10:24 Leitarsveitir nærri staðnum þar sem flugvélin brotlenti í Virginíu. AP/Randall K. Wolf Engin lifði af þegar einkaflugvél brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Áður en hún brotlenti var henni flogið beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum og virðist flugvélin hafa verið stjórnlaus. Því voru orrustuþotur sendar til móts við hana. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira