New York er að sökkva Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júní 2023 16:31 Manhattan. New York sekkur hægt og rólega vegna þunga allra þeirra bygginga sem reistar hafa verið í borginni. Getty Images New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson. Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson.
Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira