New York er að sökkva Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júní 2023 16:31 Manhattan. New York sekkur hægt og rólega vegna þunga allra þeirra bygginga sem reistar hafa verið í borginni. Getty Images New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson. Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson.
Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira