Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2023 10:15 Jeffrey Epstein í dómsal í Flórída árið 2008. AP/Uma Sanghvi/The Palm Beach Post Jeffrey Epstein þjáðist af svefnleysi og átti erfitt með að aðlagast lífi í fangelsi áður en hann svipti sig lífi árið 2019. Hann var skilinn eftir einn í klefa og fangaverðir trössuðu að fylgjast með honum þrátt fyrir að hann hefði reynt að hengja sig skömmu áður. Miklar samsæriskenningar fóru á flug eftir að Epstein féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann var þá ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Gögn um dauða Epsteins, sem var 66 ára gamall þegar hann lést, sem AP-fréttastofan fékk afhent á grundvelli bandarískra upplýsingalaga sýna hins vegar að andlegt og líkamlegt ástand hans var slæmt í fangelsinu. Til að bæta gráu ofan á svart var aðbúnaður í Stórborgarbetrunarmiðstöðinni á Manhattan (e. Metropolitan Correctional Center) lélegur og fangaverðir vanræktu skyldur sínar. Fangelsinu var lokað árið 2021. Samkvæmt minnisblaði fangelsismálastofnunarinnar voru vandamál í fangelsinu rakin til alvarlegrar undirmönnunar, lélegrar eða engrar þjálfunar, eftirfylgni og eftirlits. Stórborgarbetrunarmiðstöðin á Manhattan í New York. Dauði Epsteins þar leiddi til þess að fangelsinu var lokað árið 2021. AP/Mary Altaffer Gat ekki sofið fyrir kæfisvefni og sírennandi klósetti Epstein var fluttur í fangelsið 6. júlí 2019 og dvaldi þar í 36 daga. Fyrstu tuttugu og tvo klukkutímana var hann vistaður á meðal almennra fanga áður en stjórnendur fangelsismála ákváðu að færa hann á sérdeild vegna mikillar fjölmiðlarumfjöllunar og að aðrir fangar væru meðvitaðir um frægð hans. Sjúkraskrá Epsteins sýnir að hann þjáðist af kæfisvefni, hægðatregðu, háþrýstingi og bakverkjum og var á forstigum sykursýki. Fyrstu tvær vikurnar í fangelsinu var hann ekki með kæfisvefnstæki. Hann kvartaði undan hávaða í fangaklefanum og svefnleysi. Ekki bætti úr skák að klósettið í klefanum bilaði og gaf frá sér stanslausan hávaða. Yfirsálfræðingur fangelsisins óskaði eftir því að Epstein yrði færður í annan klefa en ekki varð af því. Martin Weinberg, lögmaður Epsteins, segir AP að fangar í fangelsinu hafi mátt þola „miðaldaraðstæður“ sem enginn sakborningur ætti að þurfa þola í Bandaríkjunum. „Það er dapurlegt, það er sorglegt að það hafi þurft svona atburð til þess að fá fangelsismálastofnunina loksins til þess að loka þessari hörmulegu stofnun,“ segir Weinberg. Reyndi að senda Larry Nassar bréf Í gögnunum kemur fram að Epstein sendi Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikasambandsins, bréf úr fangelsinu. Nassar hlautan þungan fangelsisdóm fyrir að misnota hundruð skjólstæðinga sinna kynferðislega. Bréfið fannst í póstherbergi fangelsisins nokkrum viku eftir að Epstein lést. Það hafði verið endursent. AP fékk bréfið sjálft ekki afhent. Fangaverðir sem fylgdust með honum skráðu hjá sér að þeir sæju hann sitjandi á rúmbríkinni í þungum þönkum eða með höfuðuð upp við vegginn. Hann sást sitja í horni klefans með hendurnar yfir eyrunum til þess að reyna að deyfa hljóðið frá biluðu klósettinu. Starfsmenn fangelisins lýstu Epstein sem órólegum og þjökuðum af svefnleysi. Hann kallaði sjálfan sig „heigul“ og sagðist eiga erfitt með að aðlagast fangelsislífinu. Fangamynd af Epstein var á meðal þeirra um það bil fjögur þúsund blaðsíðna af gögnum sem AP-fréttastofan fékk afhent á grunvelli upplýsingalaga.Bandaríska alríkisfangelisismálastofnunin Sagði líf sitt „yndislegt“ rétt eftir sjálfsvígstilraun Eftir að dómari hafnaði kröfu Epsteins um að hann fengi lausn gegn tryggingu á meðan mál hans væri til meðferðar 18. júlí syrti í álinn hjá honum. Hann sá þá fram á að dúsa í fangelsinu að minnsta kosti fram að réttarhöldunum eða lengur. Yrði hann sakfelldur ætti hann allt að 45 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Fjórum dögum síðar gerði Epstein tilraun til þess að svipta sig lífi. Hann fannst á gólfi klefa síns með rifið lak utan um hálsinn. Ekki þurfti að flytja hann á sjúkrahús en hann var marinn á hálsinum eftir á. Í kjölfarið var hann settur á svokallaða sjálfsvígsvakt og sætti sálfræðimati. Þrátt fyrir það fullyrti Epstein að hann væri ekki þjáður af sjálfsvígshugsunum rúmum sólarhring eftir að hann var settur á sjálfsvígsvakt. Hann sagði sálfræðingi fangelsisins að líf hans væri „yndislegt“ og það væri „klikkun“ að binda enda á það. Rúmum tveimur vikum síðar, 10. ágúst, var Epstein látinn. Verðirnir sváfu og versluðu á netinu rétt hjá klefanum Tveir fangaverðir sem áttu að fylgjast með Epstein nóttina sem hann svipti sig lífi voru ákærðir fyrir að ljúga í opinberum skýrslum til þess að hylma yfir að þeir fóru ekki í eftirlitsferðir á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Saksóknarar héldu því fram að fangaverðirnir hafi setið við skrifborð sín innan við fimm metrum frá klefa Epsteins þegar hann lést. Þar hafi þeir verslað húsgögn og mótorhjól á netinu og gengið um sameiginlegt rými deildarinnar í stað þess að fara í eftirlitsferðirnar. Þá virðist sem að verðirnir hafi báðir verið sofandi í tvær klukkustundir þessa nótt. Verðirnir játuðu sig báðir seka um skjalafals en komust hjá fangelsisdómum með því að gera sátt við alríkissaksóknara. Á meðal þeirra breytinga sem fangelsismálastofnunin hefur gert eftir dauða Epsteins er að gera yfirmönnum að fara yfir upptökur eftlitsmyndavéla til þess að tryggja að fangaverðir fari í eftirlitsferðir. Sýnishorn úr skrá sem fangaverðir héldu um atferli Epstein í fangelsinu. Þar má lesa færslur eins og „Epstein er vakandi sitjandi á rúmi“ og „Epstein talar við mig um fangelsislífið“.Bandaríska alríkisfangelsismálastofnunin Epstein var jafnframt einn í klefanum þegar hann lést. Klefafélagi hans fór fyrir dóm daginn áður og kom ekki til baka. Stjórnendur í fangelsinu létu hjá liggja að færa annan fanga í klefann svo að Epstein væri ekki einn. Þá eru fangelsismálayfirvöld sögð hafa brugðist fátkennt við dauða Epsteins. Saksóknari í mansalsmálinu gegn Epstein lýsti þannig forundran sinni á að fangelsismálastofnunin hefði gefið út opinberar tilkynningar um andlátið áður en hún lét saksóknurum grundvallarupplýsingar í té svo að þeir gætu komið þeim áfram til verjenda Epsteins og fjölskyldu. Daginn áður en Epstein svipti sig lífi birti alríkissaksóknari um tvö þúsund blaðsíður af gögnum kynferðisbrotamáls gegn honum. Niðurstaða sálfræðimats sem var unnið eftir dauða Epsteins var að það, skortur á mannlegri tengingu og hugsanir um að hann kynni að eyða afgangi ævi sinnar í fangelsi hafi líklega átt þátt í sjálfsvíginu. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. 22. maí 2023 09:16 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Miklar samsæriskenningar fóru á flug eftir að Epstein féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann var þá ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Gögn um dauða Epsteins, sem var 66 ára gamall þegar hann lést, sem AP-fréttastofan fékk afhent á grundvelli bandarískra upplýsingalaga sýna hins vegar að andlegt og líkamlegt ástand hans var slæmt í fangelsinu. Til að bæta gráu ofan á svart var aðbúnaður í Stórborgarbetrunarmiðstöðinni á Manhattan (e. Metropolitan Correctional Center) lélegur og fangaverðir vanræktu skyldur sínar. Fangelsinu var lokað árið 2021. Samkvæmt minnisblaði fangelsismálastofnunarinnar voru vandamál í fangelsinu rakin til alvarlegrar undirmönnunar, lélegrar eða engrar þjálfunar, eftirfylgni og eftirlits. Stórborgarbetrunarmiðstöðin á Manhattan í New York. Dauði Epsteins þar leiddi til þess að fangelsinu var lokað árið 2021. AP/Mary Altaffer Gat ekki sofið fyrir kæfisvefni og sírennandi klósetti Epstein var fluttur í fangelsið 6. júlí 2019 og dvaldi þar í 36 daga. Fyrstu tuttugu og tvo klukkutímana var hann vistaður á meðal almennra fanga áður en stjórnendur fangelsismála ákváðu að færa hann á sérdeild vegna mikillar fjölmiðlarumfjöllunar og að aðrir fangar væru meðvitaðir um frægð hans. Sjúkraskrá Epsteins sýnir að hann þjáðist af kæfisvefni, hægðatregðu, háþrýstingi og bakverkjum og var á forstigum sykursýki. Fyrstu tvær vikurnar í fangelsinu var hann ekki með kæfisvefnstæki. Hann kvartaði undan hávaða í fangaklefanum og svefnleysi. Ekki bætti úr skák að klósettið í klefanum bilaði og gaf frá sér stanslausan hávaða. Yfirsálfræðingur fangelsisins óskaði eftir því að Epstein yrði færður í annan klefa en ekki varð af því. Martin Weinberg, lögmaður Epsteins, segir AP að fangar í fangelsinu hafi mátt þola „miðaldaraðstæður“ sem enginn sakborningur ætti að þurfa þola í Bandaríkjunum. „Það er dapurlegt, það er sorglegt að það hafi þurft svona atburð til þess að fá fangelsismálastofnunina loksins til þess að loka þessari hörmulegu stofnun,“ segir Weinberg. Reyndi að senda Larry Nassar bréf Í gögnunum kemur fram að Epstein sendi Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikasambandsins, bréf úr fangelsinu. Nassar hlautan þungan fangelsisdóm fyrir að misnota hundruð skjólstæðinga sinna kynferðislega. Bréfið fannst í póstherbergi fangelsisins nokkrum viku eftir að Epstein lést. Það hafði verið endursent. AP fékk bréfið sjálft ekki afhent. Fangaverðir sem fylgdust með honum skráðu hjá sér að þeir sæju hann sitjandi á rúmbríkinni í þungum þönkum eða með höfuðuð upp við vegginn. Hann sást sitja í horni klefans með hendurnar yfir eyrunum til þess að reyna að deyfa hljóðið frá biluðu klósettinu. Starfsmenn fangelisins lýstu Epstein sem órólegum og þjökuðum af svefnleysi. Hann kallaði sjálfan sig „heigul“ og sagðist eiga erfitt með að aðlagast fangelsislífinu. Fangamynd af Epstein var á meðal þeirra um það bil fjögur þúsund blaðsíðna af gögnum sem AP-fréttastofan fékk afhent á grunvelli upplýsingalaga.Bandaríska alríkisfangelisismálastofnunin Sagði líf sitt „yndislegt“ rétt eftir sjálfsvígstilraun Eftir að dómari hafnaði kröfu Epsteins um að hann fengi lausn gegn tryggingu á meðan mál hans væri til meðferðar 18. júlí syrti í álinn hjá honum. Hann sá þá fram á að dúsa í fangelsinu að minnsta kosti fram að réttarhöldunum eða lengur. Yrði hann sakfelldur ætti hann allt að 45 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Fjórum dögum síðar gerði Epstein tilraun til þess að svipta sig lífi. Hann fannst á gólfi klefa síns með rifið lak utan um hálsinn. Ekki þurfti að flytja hann á sjúkrahús en hann var marinn á hálsinum eftir á. Í kjölfarið var hann settur á svokallaða sjálfsvígsvakt og sætti sálfræðimati. Þrátt fyrir það fullyrti Epstein að hann væri ekki þjáður af sjálfsvígshugsunum rúmum sólarhring eftir að hann var settur á sjálfsvígsvakt. Hann sagði sálfræðingi fangelsisins að líf hans væri „yndislegt“ og það væri „klikkun“ að binda enda á það. Rúmum tveimur vikum síðar, 10. ágúst, var Epstein látinn. Verðirnir sváfu og versluðu á netinu rétt hjá klefanum Tveir fangaverðir sem áttu að fylgjast með Epstein nóttina sem hann svipti sig lífi voru ákærðir fyrir að ljúga í opinberum skýrslum til þess að hylma yfir að þeir fóru ekki í eftirlitsferðir á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Saksóknarar héldu því fram að fangaverðirnir hafi setið við skrifborð sín innan við fimm metrum frá klefa Epsteins þegar hann lést. Þar hafi þeir verslað húsgögn og mótorhjól á netinu og gengið um sameiginlegt rými deildarinnar í stað þess að fara í eftirlitsferðirnar. Þá virðist sem að verðirnir hafi báðir verið sofandi í tvær klukkustundir þessa nótt. Verðirnir játuðu sig báðir seka um skjalafals en komust hjá fangelsisdómum með því að gera sátt við alríkissaksóknara. Á meðal þeirra breytinga sem fangelsismálastofnunin hefur gert eftir dauða Epsteins er að gera yfirmönnum að fara yfir upptökur eftlitsmyndavéla til þess að tryggja að fangaverðir fari í eftirlitsferðir. Sýnishorn úr skrá sem fangaverðir héldu um atferli Epstein í fangelsinu. Þar má lesa færslur eins og „Epstein er vakandi sitjandi á rúmi“ og „Epstein talar við mig um fangelsislífið“.Bandaríska alríkisfangelsismálastofnunin Epstein var jafnframt einn í klefanum þegar hann lést. Klefafélagi hans fór fyrir dóm daginn áður og kom ekki til baka. Stjórnendur í fangelsinu létu hjá liggja að færa annan fanga í klefann svo að Epstein væri ekki einn. Þá eru fangelsismálayfirvöld sögð hafa brugðist fátkennt við dauða Epsteins. Saksóknari í mansalsmálinu gegn Epstein lýsti þannig forundran sinni á að fangelsismálastofnunin hefði gefið út opinberar tilkynningar um andlátið áður en hún lét saksóknurum grundvallarupplýsingar í té svo að þeir gætu komið þeim áfram til verjenda Epsteins og fjölskyldu. Daginn áður en Epstein svipti sig lífi birti alríkissaksóknari um tvö þúsund blaðsíður af gögnum kynferðisbrotamáls gegn honum. Niðurstaða sálfræðimats sem var unnið eftir dauða Epsteins var að það, skortur á mannlegri tengingu og hugsanir um að hann kynni að eyða afgangi ævi sinnar í fangelsi hafi líklega átt þátt í sjálfsvíginu.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. 22. maí 2023 09:16 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. 22. maí 2023 09:16
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10