Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júní 2023 08:01 Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar