„Fjölskyldumeðlimur“ Charles Manson á rétt á reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 09:04 Leslie Van Houten er 73 ára gömul. Hún var aðeins nítján ára þegar Charles Manson skipaði henni að myrða hjón í Los Angeles. AP/Stan Lim/Los Angeles Daily News Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að kona sem myrti hjón að fyrirskipan Charles Manson á 7. áratug síðustu aldar ætti rétt á reynslulausn. Konan hefur setið í fangelsi undanfarin fimmtíu ár og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn reynslu. Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41
Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42