Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Snorri Másson skrifar 29. maí 2023 08:59 Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16