Vaxtahækkanir og verðbólga í boði verkalýðshreyfingarinnar Þorsteinn Víglundsson skrifar 25. maí 2023 14:01 Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun