Ósátt við að nýtt stjórnarfrumvarp einskorðist við einhleypar konur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2023 14:33 Fyrsta verk Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á yfirstandandi þingi var að leggja fram frumvarp um tæknifrjóvgun. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um tæknifrjóvgun sem heimilar notkun kynfrumna eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit gegn skriflegu og vottuðu samþykki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því skrefi sem þar er stigið en hefði sjálf viljað ganga enn lengra í frelsisátt. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á yfirstandandi þingi beitt sér af krafti fyrir auknu réttlæti í tæknifrjóvgunarferlinu. Fréttastofa hefur í vetur fjallað um átakanleg dæmi þess að konur hafi neyðst til að eyða kynfrumum maka síns sem hafði fallið frá því núgildandi lög kveða á um það. „Það var mitt fyrsta verk á þingi að leggja fram frumvarp sem tekur á þessum ógeðfelldu atriðum, sem ég vil meina að séu, sem eru í núgildandi lögum að fólk er pínt til að eyða þeim fósturvísum sem það á til við andlát eða skilnað fólks,“ segir Hildur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýtt stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kemur í veg fyrir að kynfrumum verði samstundis eytt eftir skilnað eða andlát en notkun þeirra er þó eingöngu bundin við einhleypar konur, gegn skriflegu og vottuðu samþykki. „Ég hef fagnað mjög einlægt áformum ráðherra um að koma fram með þetta stjórnarfrumvarp um að afnema þessa ógeðfelldu reglu en eftir að hafa séð endanlegt frumvarp ráðherra núna þar sem eru kröfur um að það séu einungis einhleypar konur sem megi nýta sameiginlega fósturvísa finnst mér það hreint út sagt fáránlegt og veldur mér miklum vonbrigðum.“ Gefur lítið fyrir rök ráðherra og segir fólkið eiga að ráða sér sjálft Í greinargerð með frumvarpinu er þessi krafa rökstudd með því að vísa í ákvæði barnalaga um að barn geti einungis átt tvo foreldra og það sagt að ef konan sé í sambandi með öðrum maka en þeim sem lagði kynfrumurnar til sé hætt við árekstrum mismunandi væntinga og hagsmuna sem geti skapað togstreitu og álag fyrir barnið. „Það eru einfaldlega vond rök að ríkið ætli vegna þessa að banna þetta fyrir allt fólk í öllum aðstæðum. Það er vel hægt að búa svo um hnútana að staða og réttindi allra viðkomandi verði alveg kýrskýr þó ég ætli ekki að gera lítið úr því að auðvitað er þetta viðkvæmt eins og margt annað. Það er engin afsökun fyrir ríkið að það sé bara einfaldast að banna þetta allt saman,“ segir Hildur sem bætir við: „Það hreinlega hryggir mig að frumvarpið, eins og það er, muni ekki ná að aðstoða eins marga og hægt væri og ég mun gera það sem ég get til að fá þessu breytt.“ Hildur skrifaði ítarlega stöðuuppfærslu á Facebook um málið sem hægt er að gaumgæfa nánar hér að neðan. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. 18. nóvember 2022 07:01 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42 „Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“ Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á yfirstandandi þingi beitt sér af krafti fyrir auknu réttlæti í tæknifrjóvgunarferlinu. Fréttastofa hefur í vetur fjallað um átakanleg dæmi þess að konur hafi neyðst til að eyða kynfrumum maka síns sem hafði fallið frá því núgildandi lög kveða á um það. „Það var mitt fyrsta verk á þingi að leggja fram frumvarp sem tekur á þessum ógeðfelldu atriðum, sem ég vil meina að séu, sem eru í núgildandi lögum að fólk er pínt til að eyða þeim fósturvísum sem það á til við andlát eða skilnað fólks,“ segir Hildur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýtt stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kemur í veg fyrir að kynfrumum verði samstundis eytt eftir skilnað eða andlát en notkun þeirra er þó eingöngu bundin við einhleypar konur, gegn skriflegu og vottuðu samþykki. „Ég hef fagnað mjög einlægt áformum ráðherra um að koma fram með þetta stjórnarfrumvarp um að afnema þessa ógeðfelldu reglu en eftir að hafa séð endanlegt frumvarp ráðherra núna þar sem eru kröfur um að það séu einungis einhleypar konur sem megi nýta sameiginlega fósturvísa finnst mér það hreint út sagt fáránlegt og veldur mér miklum vonbrigðum.“ Gefur lítið fyrir rök ráðherra og segir fólkið eiga að ráða sér sjálft Í greinargerð með frumvarpinu er þessi krafa rökstudd með því að vísa í ákvæði barnalaga um að barn geti einungis átt tvo foreldra og það sagt að ef konan sé í sambandi með öðrum maka en þeim sem lagði kynfrumurnar til sé hætt við árekstrum mismunandi væntinga og hagsmuna sem geti skapað togstreitu og álag fyrir barnið. „Það eru einfaldlega vond rök að ríkið ætli vegna þessa að banna þetta fyrir allt fólk í öllum aðstæðum. Það er vel hægt að búa svo um hnútana að staða og réttindi allra viðkomandi verði alveg kýrskýr þó ég ætli ekki að gera lítið úr því að auðvitað er þetta viðkvæmt eins og margt annað. Það er engin afsökun fyrir ríkið að það sé bara einfaldast að banna þetta allt saman,“ segir Hildur sem bætir við: „Það hreinlega hryggir mig að frumvarpið, eins og það er, muni ekki ná að aðstoða eins marga og hægt væri og ég mun gera það sem ég get til að fá þessu breytt.“ Hildur skrifaði ítarlega stöðuuppfærslu á Facebook um málið sem hægt er að gaumgæfa nánar hér að neðan.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. 18. nóvember 2022 07:01 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42 „Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“ Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. 18. nóvember 2022 07:01
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42
„Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“ Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein. 10. júní 2022 07:00