Reyna að bjarga Colorado-fljóti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 14:01 Lítið vatn er í Lake Mead, uppistöðulóni Hoover Dam í Nevada, um þessar mundir. Getty/RJ Sangosti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira