Reyna að bjarga Colorado-fljóti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 14:01 Lítið vatn er í Lake Mead, uppistöðulóni Hoover Dam í Nevada, um þessar mundir. Getty/RJ Sangosti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira