Ekki lagastoð til að stöðva hvalveiðar í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2023 09:55 Þrýst hefur verið á Svandísi Svavarsdóttur að afturkalla leyfi til langreyðarveiða í sumar. Hún segir sér það ekki heimilt. Vísir/Vilhelm/Getty Matvælaráðherra ítrekaði að hann teldi hendur sínar bundnar í að stöðva veiðar á langreyðum í sumar á fundi þingnefndar í morgun. Engin lagastoð væri fyrir því að afturkalla gildandi veiðileyfi. Enginn ákvörðun hafi verið tekin um veiðar á næsta ári en við blasi að endurskoða þurfi lög um hvalveiðar almennt. Atvinnuveganefnd Alþingis bauð Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, til þess að ræða eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum í morgun. Niðurstaða skýrslunnar var að einn af hverjum fjórum hvölum væri skotinn oftar en einu sinni. Dæmi væri um að dauðastríð dýranna tæki fleiri klukkustundir þrátt fyrir markmið laga um velferð dýra um að koma í veg fyrir óþarfa þjáningar. Hvalur hf. er með leyfi til að veiða langreyðar í sumar en kallað hefur verið eftir því að ráðherra afturkalli það í kjölfar skýrslunnar. Svandís hefur sagt að það komi ekki til greina. Ráðherrann rökstuddi þá afstöðu enn frekar á fundi þingnefndarinnar í morgun. Afturköllun á veiðileyfinu teldist íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem skýra lagastoð þyrfti til að gera. „Sú lagastoð er ekki fyrir hendi hér,“ sagði Svandís sem taldi sig vera að gera það sem væri á borði ráðherra í málinu. Ráðherra gæti ekki gert annað en að fara að lögum sem Alþingi setti. Samkvæmt stjórnsýslulögum væri aðeins hægt að afturkalla leyfið ef annmarkar hefðu verið á upphaflegri útgáfu þess eða afturköllunin væri fyrirtækinu ekki til tjóns. Hvorugt skilyrðið væri uppfyllt í þessu tilfelli. Þá séu engin ákvæði um sviptingu veiðileyfi í lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949. Svandís sagði að sér þætti einsýnt, sama hver niðurstaðan um veiðarnar yrði, að lög um hvalveiðar væru barns síns tíma og á skjön við góða og nútímalega lagasetningu. Taka þyrfti þau til endurskoðunar. Engin ákvörðun um veiðar á næsta ári Ekkert mat hefur farið fram á mögulegum skaðabótum sem ríkið þyrfti að greiða Hvali hf. ef veiðileyfi fyrirtækisins væri afturkallað. Svandís sagði að ráðuneytið léti hins vegar nú skoða loftslags-, vistkerfis- og efnahagsleg áhrif hvalveiða til þess að skjóta traustari grunni undir ákvörðun um framtíð veiðanna. Matvælastofnun sagði í skýrslu sinni að bestu þekktu aðferðir væru notaðar við veiðarnar á langreyðum. Í því ljósi beindi hún því til fagráðs að meta hvort að mögulegt sé yfir höfuð að stunda slíkar veiðar í anda laga um dýravelferð. Svandís sagði mikilvægt að það ferli fengi að ganga til enda áður en ráðuneytið hennar gripi inn í með nokkru móti. Íslendingar þyrftu síðan að horfast í augu við hvort að það samræmdist gildismati þeirra og sjálfsmynd að stunda hvalveiðar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að ráðherra takmarkaði veiðarnar allverulega, til dæmis með því að afmarka tímann sem þær mætti stunda. Ráðherrann svaraði því ekki beint. Veiðarnar væru til skoðunar í heild en gæta þyrfti vel að hverju skrefi. Svandís var heldur ekki afdráttarlaus um hvort að ný veiðileyfi yrðu gefin út fyrir veiðitímabil næsta árs. „Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin,“ sagði hún. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41 Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. 20. maí 2023 11:15 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Atvinnuveganefnd Alþingis bauð Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, til þess að ræða eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum í morgun. Niðurstaða skýrslunnar var að einn af hverjum fjórum hvölum væri skotinn oftar en einu sinni. Dæmi væri um að dauðastríð dýranna tæki fleiri klukkustundir þrátt fyrir markmið laga um velferð dýra um að koma í veg fyrir óþarfa þjáningar. Hvalur hf. er með leyfi til að veiða langreyðar í sumar en kallað hefur verið eftir því að ráðherra afturkalli það í kjölfar skýrslunnar. Svandís hefur sagt að það komi ekki til greina. Ráðherrann rökstuddi þá afstöðu enn frekar á fundi þingnefndarinnar í morgun. Afturköllun á veiðileyfinu teldist íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem skýra lagastoð þyrfti til að gera. „Sú lagastoð er ekki fyrir hendi hér,“ sagði Svandís sem taldi sig vera að gera það sem væri á borði ráðherra í málinu. Ráðherra gæti ekki gert annað en að fara að lögum sem Alþingi setti. Samkvæmt stjórnsýslulögum væri aðeins hægt að afturkalla leyfið ef annmarkar hefðu verið á upphaflegri útgáfu þess eða afturköllunin væri fyrirtækinu ekki til tjóns. Hvorugt skilyrðið væri uppfyllt í þessu tilfelli. Þá séu engin ákvæði um sviptingu veiðileyfi í lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949. Svandís sagði að sér þætti einsýnt, sama hver niðurstaðan um veiðarnar yrði, að lög um hvalveiðar væru barns síns tíma og á skjön við góða og nútímalega lagasetningu. Taka þyrfti þau til endurskoðunar. Engin ákvörðun um veiðar á næsta ári Ekkert mat hefur farið fram á mögulegum skaðabótum sem ríkið þyrfti að greiða Hvali hf. ef veiðileyfi fyrirtækisins væri afturkallað. Svandís sagði að ráðuneytið léti hins vegar nú skoða loftslags-, vistkerfis- og efnahagsleg áhrif hvalveiða til þess að skjóta traustari grunni undir ákvörðun um framtíð veiðanna. Matvælastofnun sagði í skýrslu sinni að bestu þekktu aðferðir væru notaðar við veiðarnar á langreyðum. Í því ljósi beindi hún því til fagráðs að meta hvort að mögulegt sé yfir höfuð að stunda slíkar veiðar í anda laga um dýravelferð. Svandís sagði mikilvægt að það ferli fengi að ganga til enda áður en ráðuneytið hennar gripi inn í með nokkru móti. Íslendingar þyrftu síðan að horfast í augu við hvort að það samræmdist gildismati þeirra og sjálfsmynd að stunda hvalveiðar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að ráðherra takmarkaði veiðarnar allverulega, til dæmis með því að afmarka tímann sem þær mætti stunda. Ráðherrann svaraði því ekki beint. Veiðarnar væru til skoðunar í heild en gæta þyrfti vel að hverju skrefi. Svandís var heldur ekki afdráttarlaus um hvort að ný veiðileyfi yrðu gefin út fyrir veiðitímabil næsta árs. „Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin,“ sagði hún.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41 Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. 20. maí 2023 11:15 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41
Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. 20. maí 2023 11:15
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26