Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 10:21 „Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá!“ spyr Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“ Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira