Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 13:59 Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, er afar trúrækinn. Hann vitnar oft í ritninguna á framboðsfundum. AP/Meg Kinnard Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira