Selenskí kominn til Japans Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 10:29 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í Hírósjíma í morgun. AP/Stefan Rousseau Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48