Spírallinn heldur áfram Sigmar Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun