Líklegt að árásirnar haldi áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 19:01 Anton M. Egilsson er forstjóri Syndis. Aðsend Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton. Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton.
Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira