„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. maí 2023 12:06 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og var á meðal þeirra sem upplifði svefnlitla nótt vegna umfangsmikilla árása Rússa á borgina. Stöð 2 Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12