Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 07:00 Prófmálið varðaði dómara við Héraðsdóm Reykjaness en mun hafa áhrif á kjör allra dómara landsins, verði honum ekki snúið á æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent