„Snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 16:27 Kristrún Frostadóttir er mætt aftur á Alþingi og baunaði á ríkisstjórnina í fyrstu ræðu sinni eftir orlofið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent