Sömu laun fyrir sömu störf Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 15. maí 2023 13:00 Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar