Skipulag vinnumarkaðar - steinn í götu jafnréttis Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 12. maí 2023 12:00 Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar