Eiga sérstakan búnað til drónavarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 14:15 Frá heimsókn Mike Pence til Íslands. Viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Vilhelm Gunnarsson Allt drónaflug verður bannað á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Brot geta varðað fimm ára fangelsi. „Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33