Eiga sérstakan búnað til drónavarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 14:15 Frá heimsókn Mike Pence til Íslands. Viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Vilhelm Gunnarsson Allt drónaflug verður bannað á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Brot geta varðað fimm ára fangelsi. „Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33