Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:12 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur. NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur.
NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira