Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:12 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur. NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur.
NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira