Þegar murka má líftóruna úr dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. maí 2023 11:01 Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru. Svo er þó ekki. Allar, sem vita hafa viljað, hafa vitað sannleikann um þetta mál lengi, en falið það, að því er virðist mest af undirlægjuhætti við Kristján Loftsson/Hval hf, en Sjálfstæðisflokkurinn, Bjarni Benediktsson og fjölskylda, hefur löngum stutt hann með ráði og dáð - og, mögulega, hefur D fengið eitthvað fyrir, að leyfa óheft níðið - ekki hefur Sigurður Ingi og Framsókn heldur lagt stein í götu Kristjáns, heldur líka stutt hann dyggilega, kannske líka gegn sporslu fyrir B, og Katrín, Svandís og Guðmundur Ingi, sem þóttust vera dýravinir og standa gegn hvalveiðum, hafa nú í sex ár leitt eða tekið ómældan þátt í skrælingshættinum, beint og óbeint, reyndrar ekki í orði, en óheft á borði, sem er því miður þeirra háttur. Auðvitað kemur hér tilfinningaleysi (mannvonska?), gagnvart dýrum og lífríki, líka til. Af þessu gefna tilefni, vil ég rifja upp minn málflutning um akkúrat sama málið frá í fyrra sumar. 2022. Þá hafði Guðni Einarsson, blaðamaður, og, að því er virtist, blaðafulltrúi Kristjáns Loftssonar, skrifað frétt um hvalveiðar Hvals hf. Hann fjallaði þar mest um efnahagslega hlið veiðanna, sem hann reyndi eftir föngum að útfæra Hval í vil, fegra, með vafasömum rökum og hagræðingu staðreynda. Ég vildi þá leggja áherzlu á aðra og veigameiri hlið hvalveiða. Það hrikalega dýraníð, sem þær byggja á, og þau skýru lögbrot, sem með þeim eru framin. Vil ég gera það aftur hér og nú: Fyrst 3 spurningar til lesenda: Ef hestur væri aflífaður með þeim hætti, að fyrst væri hann skotinn í kvið, án þess að drepast, hann svo látinn engjast og kveljast ekki bara mínútum saman, heldur klukkutímunum saman, þar til hann væri skotinn aftur, nú kannske á lungna- eða hjarta svæði, þannig að hann dræpist loksins, findist þér það í lagi? Ef kýr væri fyrst skotin í herðakamb, þannig að beinabygging þar rústaðist, án þess að dýrið dræpist, það svo látið berjast um í hrikalegu þjáningar- og kvalarkasti jafnvel klukkutímum saman, þar til að greyið væri skotið aftur, nú í háls, þannig, að slagæð springi og blessað dýrið loks dræpist, þætti þér það í lagi? Ef Afríkumenn keyrðu um á skutultrukkum, skytu fíla í afturmjöðm, án þess að drepa, og drægju svo dýrin öskrandi af kvölum, um holt og hæðir, í fimmtán mínútur, hálftíma, eða, kannske, tvo tíma, þegar dýrið væri skotið aftur, nú kannske á hjartasvæði, þannig, að það dræpist loks, þætti þér það í lagi? Það er á þennan hátt, sem langreyðarnar við Ísland eru meðal annars drepnar. Þær eru spendýr, nákvæmlega eins og hin spendýrin, með sömu vídd skyns og dýpt tilfinninga og þau. Lög um aflífun dýra 2013 voru lög nr. 55/2013 sett um velferð dýra. Merkileg lög og góð, og þeim, sem að stóðu, til sóma. Svandís Svavarsdóttir virðist eiga heiðurinn af þessari góðu lagasetningu, en hún vitnaði í hana nýlega í grein í blaðinu. Í 21. gr. laganna er skýrt og afdráttarlaust ákvæði um aflífun dýra, sem hljóðar svo: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“. Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Skýrsla dr. Egil Ole Öen Fiskistofa fékk dr. Egil Ole Öen, dýralækni/sjávarlíffræðing, til að fylgjast með langreyðaveiðum sumarið 2014. Náði eftirlitið til drápsins á 50 langreyðum. 8 þessara dýra drápust ekki við fyrsta skot. Þurfti að skjóta þau tvisvar. Þar sem 6-8 mínútur tekur að hlaða skutulbyssu, reif stálkrókur skutuls hold og líffæri dýranna, auðvitað með hrikalegu kvalræði fyrir dýrin, að meðaltali í 8 mínútur, þar til „náðarskotið“ kom. Engum blöðum er um það að fletta, að með þessum veiðum var 21. gr. laga númer 55/2013 þverbrotin. Dr. Egil Ole lagði fram skýrslu sína í febrúar 2015. Eftir það mátti sjávarútvegsráðherrum hvers tíma vera fullkomlega ljóst, að langreyðaveiðar stæðust ekki lög landsins um aflífun dýra. Hverjir hafa sjávarútvegsráðherrarnir verið? 23.05.2013 til 07.04.2016 var Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Hann fékk því skýrslu dr. Egil Ole í hendur og hefði átt að gera eitthvað með hana. Gerði það þó ekki, lét þar með lögbrotið halda áfram, enda ekki þekktur fyrir stuðning, hvað þá frumkvæði, í dýraverndarmálum. Síðan kom Gunnar Bragi Sveinsson, frá 08.04.2016 til 11.01.2017. Ekki reyndust meiri burðir i honum í þessum málum. 11.01.2017 tók Þorgerður Katrín við keflinu. Þar var loks kominn ráðherra, sem vildi taka á þessum málum, og friðaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum, sem leiddi til þess, að þær lögðust af. Lengra komast Þorgerður Katrín ekki, þar sem Björt framtíð spillti þessu stjórnarsamstarfi með upphlaupi í nóvember sama ár. 30.11.2017 tók svo Kristján Þór Júlíusson við, fram til 28.11.2021. Hafi Kristján Loftsson nokkurn tíma átt hauk í horni í sjávarútvegsráðuneytinu, þá var nafni hans Þór. Hann veitti Hval umfangsmesta langreyðaveiðileyfi allra tíma, en alls mátti drepa 1.045 dýr á veiðitímbilinu 2019-2023. Þessi ráðherra var lítið fyrir að skoða lög um velferð dýra, en það sannaðist líka á ýmsum öðrum sviðum. Framganga núverandi ráðherra Sjávarútvegsráðherra frá 01.12.2021 er fyrrnefnd Svandís Svavarsdóttir, sem einmitt stóð að lagasetningunni, sem kveður á um, að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Og, hvað gerði hún!? Til að byrja með, ekkert. Lét einfaldlega brotin á eigin lagasetningu ganga áfram í fyrra, og dýr drepin áfram með sama hætti, sum greinilega með sama eða jafnvel meira kvalræði og hörmungum en fram kom í skýrslu dr. Egil Ole frá 2014. Á þessu ári vill hún láta áhafnarmeðlim taka upp veiðarnar á myndband, þannig, að sjá megi, segir hún, hvort aflífun samræmist lögum, en, hún leiðir þá hjá sér skýrslu dr. Egil Ole, sem einmitt sýnir og sannar, með skýrum og afdráttarlausum hætti, að svo er ekki, hvað þá ef litið er til nýrrar kolsvartar skýslu MAST frá í gær. Nú skal Svandísi og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur reyna Það kemur fram á næstu dögum, hversu mikið er á Svandísi Svavarsdóttur að treysta. Aftur hefur hún fengið í hendur ný ítarleg gögn, gögn, sem sýna ótvírætt, að hvalir hafa verið tví- eða margskotnir í fyrra og lög Svandísar sjálfrar um aflífun dýra þver- pg margbrotin. Manndómur og heilindi Svandísar, og reyndar Vinstri grænna allra, svo og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, Bjarni Bendediktsson og Sigurður Ingi auðvitað meðtaldir, er nú undir. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru. Svo er þó ekki. Allar, sem vita hafa viljað, hafa vitað sannleikann um þetta mál lengi, en falið það, að því er virðist mest af undirlægjuhætti við Kristján Loftsson/Hval hf, en Sjálfstæðisflokkurinn, Bjarni Benediktsson og fjölskylda, hefur löngum stutt hann með ráði og dáð - og, mögulega, hefur D fengið eitthvað fyrir, að leyfa óheft níðið - ekki hefur Sigurður Ingi og Framsókn heldur lagt stein í götu Kristjáns, heldur líka stutt hann dyggilega, kannske líka gegn sporslu fyrir B, og Katrín, Svandís og Guðmundur Ingi, sem þóttust vera dýravinir og standa gegn hvalveiðum, hafa nú í sex ár leitt eða tekið ómældan þátt í skrælingshættinum, beint og óbeint, reyndrar ekki í orði, en óheft á borði, sem er því miður þeirra háttur. Auðvitað kemur hér tilfinningaleysi (mannvonska?), gagnvart dýrum og lífríki, líka til. Af þessu gefna tilefni, vil ég rifja upp minn málflutning um akkúrat sama málið frá í fyrra sumar. 2022. Þá hafði Guðni Einarsson, blaðamaður, og, að því er virtist, blaðafulltrúi Kristjáns Loftssonar, skrifað frétt um hvalveiðar Hvals hf. Hann fjallaði þar mest um efnahagslega hlið veiðanna, sem hann reyndi eftir föngum að útfæra Hval í vil, fegra, með vafasömum rökum og hagræðingu staðreynda. Ég vildi þá leggja áherzlu á aðra og veigameiri hlið hvalveiða. Það hrikalega dýraníð, sem þær byggja á, og þau skýru lögbrot, sem með þeim eru framin. Vil ég gera það aftur hér og nú: Fyrst 3 spurningar til lesenda: Ef hestur væri aflífaður með þeim hætti, að fyrst væri hann skotinn í kvið, án þess að drepast, hann svo látinn engjast og kveljast ekki bara mínútum saman, heldur klukkutímunum saman, þar til hann væri skotinn aftur, nú kannske á lungna- eða hjarta svæði, þannig að hann dræpist loksins, findist þér það í lagi? Ef kýr væri fyrst skotin í herðakamb, þannig að beinabygging þar rústaðist, án þess að dýrið dræpist, það svo látið berjast um í hrikalegu þjáningar- og kvalarkasti jafnvel klukkutímum saman, þar til að greyið væri skotið aftur, nú í háls, þannig, að slagæð springi og blessað dýrið loks dræpist, þætti þér það í lagi? Ef Afríkumenn keyrðu um á skutultrukkum, skytu fíla í afturmjöðm, án þess að drepa, og drægju svo dýrin öskrandi af kvölum, um holt og hæðir, í fimmtán mínútur, hálftíma, eða, kannske, tvo tíma, þegar dýrið væri skotið aftur, nú kannske á hjartasvæði, þannig, að það dræpist loks, þætti þér það í lagi? Það er á þennan hátt, sem langreyðarnar við Ísland eru meðal annars drepnar. Þær eru spendýr, nákvæmlega eins og hin spendýrin, með sömu vídd skyns og dýpt tilfinninga og þau. Lög um aflífun dýra 2013 voru lög nr. 55/2013 sett um velferð dýra. Merkileg lög og góð, og þeim, sem að stóðu, til sóma. Svandís Svavarsdóttir virðist eiga heiðurinn af þessari góðu lagasetningu, en hún vitnaði í hana nýlega í grein í blaðinu. Í 21. gr. laganna er skýrt og afdráttarlaust ákvæði um aflífun dýra, sem hljóðar svo: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“. Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Skýrsla dr. Egil Ole Öen Fiskistofa fékk dr. Egil Ole Öen, dýralækni/sjávarlíffræðing, til að fylgjast með langreyðaveiðum sumarið 2014. Náði eftirlitið til drápsins á 50 langreyðum. 8 þessara dýra drápust ekki við fyrsta skot. Þurfti að skjóta þau tvisvar. Þar sem 6-8 mínútur tekur að hlaða skutulbyssu, reif stálkrókur skutuls hold og líffæri dýranna, auðvitað með hrikalegu kvalræði fyrir dýrin, að meðaltali í 8 mínútur, þar til „náðarskotið“ kom. Engum blöðum er um það að fletta, að með þessum veiðum var 21. gr. laga númer 55/2013 þverbrotin. Dr. Egil Ole lagði fram skýrslu sína í febrúar 2015. Eftir það mátti sjávarútvegsráðherrum hvers tíma vera fullkomlega ljóst, að langreyðaveiðar stæðust ekki lög landsins um aflífun dýra. Hverjir hafa sjávarútvegsráðherrarnir verið? 23.05.2013 til 07.04.2016 var Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Hann fékk því skýrslu dr. Egil Ole í hendur og hefði átt að gera eitthvað með hana. Gerði það þó ekki, lét þar með lögbrotið halda áfram, enda ekki þekktur fyrir stuðning, hvað þá frumkvæði, í dýraverndarmálum. Síðan kom Gunnar Bragi Sveinsson, frá 08.04.2016 til 11.01.2017. Ekki reyndust meiri burðir i honum í þessum málum. 11.01.2017 tók Þorgerður Katrín við keflinu. Þar var loks kominn ráðherra, sem vildi taka á þessum málum, og friðaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum, sem leiddi til þess, að þær lögðust af. Lengra komast Þorgerður Katrín ekki, þar sem Björt framtíð spillti þessu stjórnarsamstarfi með upphlaupi í nóvember sama ár. 30.11.2017 tók svo Kristján Þór Júlíusson við, fram til 28.11.2021. Hafi Kristján Loftsson nokkurn tíma átt hauk í horni í sjávarútvegsráðuneytinu, þá var nafni hans Þór. Hann veitti Hval umfangsmesta langreyðaveiðileyfi allra tíma, en alls mátti drepa 1.045 dýr á veiðitímbilinu 2019-2023. Þessi ráðherra var lítið fyrir að skoða lög um velferð dýra, en það sannaðist líka á ýmsum öðrum sviðum. Framganga núverandi ráðherra Sjávarútvegsráðherra frá 01.12.2021 er fyrrnefnd Svandís Svavarsdóttir, sem einmitt stóð að lagasetningunni, sem kveður á um, að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Og, hvað gerði hún!? Til að byrja með, ekkert. Lét einfaldlega brotin á eigin lagasetningu ganga áfram í fyrra, og dýr drepin áfram með sama hætti, sum greinilega með sama eða jafnvel meira kvalræði og hörmungum en fram kom í skýrslu dr. Egil Ole frá 2014. Á þessu ári vill hún láta áhafnarmeðlim taka upp veiðarnar á myndband, þannig, að sjá megi, segir hún, hvort aflífun samræmist lögum, en, hún leiðir þá hjá sér skýrslu dr. Egil Ole, sem einmitt sýnir og sannar, með skýrum og afdráttarlausum hætti, að svo er ekki, hvað þá ef litið er til nýrrar kolsvartar skýslu MAST frá í gær. Nú skal Svandísi og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur reyna Það kemur fram á næstu dögum, hversu mikið er á Svandísi Svavarsdóttur að treysta. Aftur hefur hún fengið í hendur ný ítarleg gögn, gögn, sem sýna ótvírætt, að hvalir hafa verið tví- eða margskotnir í fyrra og lög Svandísar sjálfrar um aflífun dýra þver- pg margbrotin. Manndómur og heilindi Svandísar, og reyndar Vinstri grænna allra, svo og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, Bjarni Bendediktsson og Sigurður Ingi auðvitað meðtaldir, er nú undir. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun