„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2023 21:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07