Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2023 11:04 Hlaupahjólið sem olli brunanum í nótt og Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir. Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir.
Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30