Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2023 11:04 Hlaupahjólið sem olli brunanum í nótt og Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir. Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir.
Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30