Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Birna Berg Haraldsdóttir heldur í vonina að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér. vísir/hulda margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða