Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Birna Berg Haraldsdóttir heldur í vonina að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér. vísir/hulda margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00