Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 15:54 Francisco Oropeza var leitað í fjóra sólarhringi eftir að hann myrti nágranna sína. Tuga þúsunda dollara verðlaunum var heitið þeim sem gæti veitt upplýsingar um dvalarstað hans. AP/David J. Phillip Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00