Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 15:54 Francisco Oropeza var leitað í fjóra sólarhringi eftir að hann myrti nágranna sína. Tuga þúsunda dollara verðlaunum var heitið þeim sem gæti veitt upplýsingar um dvalarstað hans. AP/David J. Phillip Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00