Samþykkja aukningu hlutafjár Ljósleiðarans Apríl Auður Helgudóttir skrifar 3. maí 2023 11:43 Íbúar Akraness voru á meðal þeirra alfyrstu á Íslandi til að fá ljósleiðaratenginga til heimila sinna. Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. Fram kemur í tilkynningu frá Ljósleiðaranum að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi verið ráðin sem ráðgjafi og muni hafa umsjón með sölu á nýju hlutafé. Kerfi Ljósleiðarans Fram kemur að markmið hlutafjáraukningar sé að efla Ljósleiðarann ehf. til lengri tíma litið á heildsölumarkaði fjarskipta. Fjáraukningin muni þá nýta tækifæri sem uppbygging á nýjum og öflugri fjarskiptalandshring Ljósleiðarans mun leiða af sér. Í krafti þess umboðs verði unnið að frekari undirbúningi af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur og Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn á og rekur ljósleiðaranet sem nær nú til um 125 þúsund heimila og fyrirtækja í landinu. Öll helstu smásölufyrirtæki landsins á fjarskiptamarkaði nýta netið til að veita heimilum og fyrirtækjum þjónustu sína. Nýi landshringurinn mun ná hringinn í kringum landið og til Vestfjarða. Fjarskiptafyrirtæki og fleiri nýta sér það stofnnet til gagnaflutnings innan sinna kerfa þar sem flutningur innan farsímakerfanna er umfangsmestur. Aukning á hlutafé gagnrýnd Ákvörðunin um að fá einkaaðila inn í Ljósleiðarann hefur verið gagnrýnd og til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum. Sósíalistar hafa verið þar fremstir í flokki. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúar Sósíalista hafa lýst þeirri skoðun að meirihluti Samfylkingar starfi í bága við hugsjón jafnaðarmanna og hafi selt frá sér grunninnviði borgarinnar. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins í Reykjavík. „Það er eitt að halda fínar ræður og skrifa háfleyga pistla þann 1. maí um mikilvægi verkalýðsbaráttu. Svo er annað hvaða verk eru unnin 2. maí og alla aðra daga ársins í þágu almennings og launafólks,“ skrifar Trausti í færslu á Facebook. Einnig hefur komið gagnrýni frá sjálfstæðismönnum vegna skorts á upplýsingaflæði. Meirihlutinn hefur þó borið fyrir sig að trúnaðarskylda hafi ríkt um forvinnu á sölu Ljósleiðarans. Samþykktir sveitarfélaganna Í tilkynningu til Kauphallar 24. október 2022 greindi Ljósleiðarinn frá samþykkt hlutahafafundar á tillögu stjórnar fyrirtækisins. Samþykktin var gerð með fyrirvara um staðfestingu frá eigendum OR, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Bæjarstjórn Akraness fagnar aukningu hlutafjár til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins og efla þar með samkeppnisstöðu Íslands og fjarskiptaöryggi landsins. Bæjarstjórnin samþykkti allt að 33,3% af heildarhlutafé félagsins, þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Eins og fram kemur að framan er gert ráð fyrir tiltekinni verkaskiptingu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar Ljósleiðarans í því ferli sem fram undan er. Mótun þess er nú undirbúin í samstarfi þeirra og fyrirtækjaráðgjafar Arion banka, en bankinn hefur verið ráðinn til ráðgjafar og umsjónar í ferlinu. Reykjavík Orkumál Akranes Borgarbyggð Fjarskipti Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Ljósleiðaranum að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi verið ráðin sem ráðgjafi og muni hafa umsjón með sölu á nýju hlutafé. Kerfi Ljósleiðarans Fram kemur að markmið hlutafjáraukningar sé að efla Ljósleiðarann ehf. til lengri tíma litið á heildsölumarkaði fjarskipta. Fjáraukningin muni þá nýta tækifæri sem uppbygging á nýjum og öflugri fjarskiptalandshring Ljósleiðarans mun leiða af sér. Í krafti þess umboðs verði unnið að frekari undirbúningi af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur og Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn á og rekur ljósleiðaranet sem nær nú til um 125 þúsund heimila og fyrirtækja í landinu. Öll helstu smásölufyrirtæki landsins á fjarskiptamarkaði nýta netið til að veita heimilum og fyrirtækjum þjónustu sína. Nýi landshringurinn mun ná hringinn í kringum landið og til Vestfjarða. Fjarskiptafyrirtæki og fleiri nýta sér það stofnnet til gagnaflutnings innan sinna kerfa þar sem flutningur innan farsímakerfanna er umfangsmestur. Aukning á hlutafé gagnrýnd Ákvörðunin um að fá einkaaðila inn í Ljósleiðarann hefur verið gagnrýnd og til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum. Sósíalistar hafa verið þar fremstir í flokki. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúar Sósíalista hafa lýst þeirri skoðun að meirihluti Samfylkingar starfi í bága við hugsjón jafnaðarmanna og hafi selt frá sér grunninnviði borgarinnar. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins í Reykjavík. „Það er eitt að halda fínar ræður og skrifa háfleyga pistla þann 1. maí um mikilvægi verkalýðsbaráttu. Svo er annað hvaða verk eru unnin 2. maí og alla aðra daga ársins í þágu almennings og launafólks,“ skrifar Trausti í færslu á Facebook. Einnig hefur komið gagnrýni frá sjálfstæðismönnum vegna skorts á upplýsingaflæði. Meirihlutinn hefur þó borið fyrir sig að trúnaðarskylda hafi ríkt um forvinnu á sölu Ljósleiðarans. Samþykktir sveitarfélaganna Í tilkynningu til Kauphallar 24. október 2022 greindi Ljósleiðarinn frá samþykkt hlutahafafundar á tillögu stjórnar fyrirtækisins. Samþykktin var gerð með fyrirvara um staðfestingu frá eigendum OR, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Bæjarstjórn Akraness fagnar aukningu hlutafjár til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins og efla þar með samkeppnisstöðu Íslands og fjarskiptaöryggi landsins. Bæjarstjórnin samþykkti allt að 33,3% af heildarhlutafé félagsins, þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Eins og fram kemur að framan er gert ráð fyrir tiltekinni verkaskiptingu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar Ljósleiðarans í því ferli sem fram undan er. Mótun þess er nú undirbúin í samstarfi þeirra og fyrirtækjaráðgjafar Arion banka, en bankinn hefur verið ráðinn til ráðgjafar og umsjónar í ferlinu.
Reykjavík Orkumál Akranes Borgarbyggð Fjarskipti Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35