Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 22:38 Justin og Haydon Webster, faðir og bróðir Ivy Webster, fyrir utan húsið þar sem hún og sex aðrir fundust látnir í gærkvöldi. AP/Nathan J. Fish Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira