Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 21:00 Wilson Garcia, eftir minningarathöfn. AP/David J. Phillip Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50