Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 21:00 Wilson Garcia, eftir minningarathöfn. AP/David J. Phillip Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50