Mundu að þú varst þræll Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. maí 2023 07:00 Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Verkalýðsdagurinn Trúmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun