Mundu að þú varst þræll Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. maí 2023 07:00 Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Verkalýðsdagurinn Trúmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun