Lýðræði barna og ungmenna er í hættu Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar 29. apríl 2023 11:31 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun