Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 07:24 Bannið nær meðal annars til skóla, fangelsa og úrræða fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Getty Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Laura Kelly, ríkisstjóri Kansas, hafði neitað að skrifa undir lögin, sagt þau mismuna fólki og að þau myndu gera ríkinu erfiðara fyrir að laða að fyrirtæki. Við atkvæðagreiðslu naut lagafrumvarpið hins vegar nægilega mikils stuðnings til að ná í gegn án samþykkis ríkisstjórans. Þannig greiddu tveir þriðju hlutar þingmanna atkvæði með frumvarpinu. Mörg ríki hafa takmarkað réttindi trans fólks á síðustu misserum en umrædd lög hafa oft fjallað um skóla sérstaklega. Lögin í Kansas takmarka hins vegar aðgengi trans fólks að salernum á fleiri stöðum; í búningsherbergjum, fangelsum og úrræðum fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Ekki liggur fyrir hvernig lögunum verður framfylgt en í þeim eru hugtökin „karl“ og „kona“ skilgreind út frá kyni úthlutuðu við fæðingu og sérstaklega vikið að því hvernig aðskilnaður kynjanna á salernum og í öðrum rýmum samræmist því markmiði yfirvalda að standa vörð um „heilbrigði, öryggi og friðhelgi einkalífsins“. Fyrr í vikunni tóku lög gildi í Norður-Dakóta sem kveða á um að trans ungmennum og fullorðnum sé bannað að nota salerni, búningsklefa og sturtuklefa í skólum og fangelsum til samræmis við kynvitund þeirra. Þá var trans þingmaður í Montana bannaður í þingsal eftir að hún sagði fyrirhugað bann gegn meðferð trans ungmenna myndu leiða til dauðsfalla. Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Laura Kelly, ríkisstjóri Kansas, hafði neitað að skrifa undir lögin, sagt þau mismuna fólki og að þau myndu gera ríkinu erfiðara fyrir að laða að fyrirtæki. Við atkvæðagreiðslu naut lagafrumvarpið hins vegar nægilega mikils stuðnings til að ná í gegn án samþykkis ríkisstjórans. Þannig greiddu tveir þriðju hlutar þingmanna atkvæði með frumvarpinu. Mörg ríki hafa takmarkað réttindi trans fólks á síðustu misserum en umrædd lög hafa oft fjallað um skóla sérstaklega. Lögin í Kansas takmarka hins vegar aðgengi trans fólks að salernum á fleiri stöðum; í búningsherbergjum, fangelsum og úrræðum fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Ekki liggur fyrir hvernig lögunum verður framfylgt en í þeim eru hugtökin „karl“ og „kona“ skilgreind út frá kyni úthlutuðu við fæðingu og sérstaklega vikið að því hvernig aðskilnaður kynjanna á salernum og í öðrum rýmum samræmist því markmiði yfirvalda að standa vörð um „heilbrigði, öryggi og friðhelgi einkalífsins“. Fyrr í vikunni tóku lög gildi í Norður-Dakóta sem kveða á um að trans ungmennum og fullorðnum sé bannað að nota salerni, búningsklefa og sturtuklefa í skólum og fangelsum til samræmis við kynvitund þeirra. Þá var trans þingmaður í Montana bannaður í þingsal eftir að hún sagði fyrirhugað bann gegn meðferð trans ungmenna myndu leiða til dauðsfalla.
Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira