Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 09:48 Juan Guaidó, fyrrverandi bráðabirgðaforseti Venesúela. Hann segist hafa farið fótgangandi yfir landamærin að Kólumbíu til þess að freista þess að hitta erlendar sendinefndir á alþjóðlegri ráðstefnu. AP/Ariana Cubillos Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð. Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð.
Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira