Netöryggisáskoranir Hlutaneta og leiðir til úrbóta Þór Jes Þórisson skrifar 25. apríl 2023 07:31 Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun